26. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00


2) 305. mál - raforkulög Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Finn Ingimarsson og Harald Ingvarsson frá Náttúrustofu Kópavogs og Eydísi Láru Franzdóttur og Helenu Mjöll Jóhannsdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Finn Ingimarsson og Harald Ingvarsson frá Náttúrustofu Kópavogs og Eydísi Láru Franzdóttur og Helenu Mjöll Jóhannsdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

4) Önnur mál. Kl. 09:55
Formaður kynnti fyrirhugaða breytingu meiri hluta nefndarinnar á 244. máli um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Ákveðið var að senda tillöguna til umsagnar.

Fundi slitið kl. 10:00