38. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. janúar 2015 kl. 10:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 10:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:40
Sigurður Örn Ágústsson (SÖÁ) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 10:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:30

Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi.
Björt Ólafsdóttir vék af fundi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:30
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Karl Ingólfsson og Skúla Hauk Skúlason frá Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT).

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Karl Ingólfsson og Skúla Hauk Skúlason frá Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT).

4) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 11:50
Framsögumaður dreifði nefndaráliti. Stefnt að afgreiðslu málsins á næsta fundi.

5) Önnur mál. Kl. 11:55
Milli funda hafði Lilja Rafney Magnúsdóttir óskað eftir að veittur yrði 12 vikna fresti fyrir umsagnaraðila til að veita umsögn um 244. mál, áætlun um vernd og nýtingu landsvæða. Það var ekki samþykkt. samþykki.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30