56. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl. 09:15


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:15
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:15
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:15

Haraldur Benediktsson var fjarverandi.
Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:15
Fundargerðir 52. - 54. fundar voru samþykktar.

2) 514. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Eyvind Gunnarsson professor og Stefán Má Stefansson professor við Háskóla Ísland.

3) 420. mál - fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ Kl. 09:50
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: JónG, (LRM), ÁsF, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

4) Vindmyllugarðar. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Gerður Pálmarsdóttir og Maurice Zschirp frá EAB, New Energy Group á Íslandi, og kynntu fyrir nefndinni hugmyndir um vindmyllugarða hér á landi.

5) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknarstofnun og Sigurð Guðjónsson frá Veiðimálastofnun.

6) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknarstofnun og Sigurð Guðjónsson frá Veiðimálastofnun.

7) Önnur mál. Kl. 11:30
Rætt var um frv. til breytinga á raforkulögum, 305. mál, sem hefur þegar verið afgreitt frá nefndinni.

KLM kvaðst vilja kanna hvort fulltrúar Landsvirkjunar og Norðurþings gætu komið á fund nefndarinnar til að fjalla um stöðuna við Bakka.

JónG benti á að samtök orkusveitarfélaga hefðu óskað eftir að koma á fund nefndarinnar.

BjÓ benti á að nefndin ætti að nota tímann til að fjalla um þingmál og að lítill tími væri aflögu til að fjalla um önnur mál.

Fundi slitið kl. 11:30