65. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:45
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 11:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 692. mál - veiðigjöld Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Guðmund Ragnarsson frá Félagi vélstjóra- og málmtæknimanna og Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands.

3) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Guðmund Ragnarsson frá Félagi vélstjóra- og málmtæknimanna og Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands.

4) 692. mál - veiðigjöld Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ólaf Darra Andrason og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands
Birki Leósson og Jonas Gest Jónasson frá Deloitte, Aðalstein Óskarsson og Friðbjörgu Matthíasdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfjarða (símafundur), Róbert Ragnarsson frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og Val Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

5) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50