90. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. júní 2015 kl. 13:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 13:15
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:00
Fundargerðir 86. - 89. fundar voru samþykktar.

2) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 13:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Örn Pálsson og Halldór Ármannsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Gunnþór Ingvason og Kolbein Árnason frá Sambandi fyrirtækja í sjávarútvegi og Helga Áss Grétarsson dósent við Háskóla Íslands.

3) Önnur mál. Kl. 15:20
Rætt var um frumvarp nefndarinnar í 800. máli um breytingu á lögum nr. 41/2013. Stefnt að því að afgreiða það á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 15:30