9. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 22. október 2015 kl. 10:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 10:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 10:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:00
Sandra Dís Hafþórsdóttir (SDH) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 5., 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) Tilskipun 2010/31/ESB er varðar orkunýtingu bygginga Kl. 10:00
Álit um tilskipunina til utanríkismálanefndar var afgreitt.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Formaður minnti á fund um sjávarútvegsmál fyrir þingmenn sem fram fer fimmtudaginn 29. október nk. í húsi atvinnulífsins.
Rætt var um fund með dönskum gestum föstudaginn 30. október.

Fundi slitið kl. 10:15