12. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:30
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Lárus Ástmar Hannesson (LH) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson boðaði forföll.
Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 11.20.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 199. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknarstofnun og Sigurð Guðjónsson frá Veiðimálastofnun.

3) 200. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknarstofnun og Sigurð Guðjónsson frá Veiðimálastofnun.

4) Veiðigjöld Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2014 til 2015 og fékk á sinn fund Þorstein Hilmarsson frá Fiskistofu og Jóhann Guðmundsson og Hinrik Greipsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Úthlutun byggðakvóta Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um byggðakvóta og reglur þar að lútandi. Nefndin fékk á sinn fund Þorstein Hilmarsson frá Fiskistofu og Jóhann Sigurjónsson og Hinrik Greipsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

6) Tillögur Landssambands smábátaeigenda Kl. 10:30
Halldór Ármannsson og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda kynntu tillögur sambandsins frá nýafstöðnum aðalfundi.

7) Önnur mál Kl. 11:30
199. mál og 200. mál voru að nýju tekin á dagskrá og þau afgreidd til þriðju umræðu af meiri hluta nefndarinnar (JónG, ÁsF, PJP, ÞórE, HKH).
LH hyggst skila séráliti.
KLM kvaðst flytja breytingartillögu við frumvörpin.

Fundi slitið kl. 11:50