17. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 10:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 10:00
Gunnar I. Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:00

Theódóra S. Þorsteinsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 146. mál - orkuskipti Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kristínu Lindu Árnadóttur, Nicole Keller og Vöndu Úlfrúnu Liv Hellsing frá Umhverfisstofnun.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 11:00
Nefndin hefur fengið beiðni um umsögn um málið frá fjárlaganefnd. Rætt var um hvernig málsmeðferð nefndarinnar yrði háttað.

3) 83. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og nefndarritara falið að ítreka beiðni um umsögn um það.

4) 176. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:25
Rætt var um málið og hvort boða ætti gesti til nefndarinnar úr hópi umsagnaraðila.

5) Önnur mál Kl. 11:30
LRM benti á að hún væri fyrsti flutningsmaður í 418. mál um stjórn fiskveiða (strandveiðar).

Fundi slitið kl. 11:30