11. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:22
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

2) 144. mál - veiðigjald Kl. 09:01
Nefndin átti símafund með Björk Guðmundsdóttur og Óttari Gauti Erlingssyni frá Fiskistofu. Þau gerðu grein fyrir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fundinn komu því næst Jón Ásgeir Tryggvason og Elín Alma Arthursdóttir frá Ríkisskattstjóra og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Hallveig Ólafsdóttir, Sveinn Friðrik Sveinsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Ægir Páll Friðbertsson og Sigurður Steinn Einarsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hallveig kynnti áherslur samtakanna og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:36