4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 11:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 11:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 11:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 11:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 11:35
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 11:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 11:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:15

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.
Halldóra Mogensen vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 12:00.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

2) 137. mál - tekjuskattur Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. desember og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

3) 164. mál - fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. desember og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

4) 5. mál - skattar og gjöld Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. desember og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

5) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóreyju S. Þórðardóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Ólaf K. Ólafsson frá Lífeyrissjóði bænda og Ólaf Pál Gunnarsson frá Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Ákveðið var að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

Nefndin ákvað að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi hver ábatinn af tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna upp í 200 þús. kr. dreifist eftir tekjutíundum og kyni auk upplýsinga um það hvernig ábatinn af tvöföldun almenna frítekjumarksins upp í 50 þús. kr. á mánuði myndi dreifast eftir tekjutíundum og kyni, sbr. 51. gr. þingskapa.

6) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:30