18. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. janúar 2022 kl. 14:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 14:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 14:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 14:00
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 14:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 14:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 14:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 14:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 14:00

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:00
Fundargerðir 16. og 17. fundar voru samþykktar.

2) 232. mál - styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma Kl. 14:05
Nefndin fjallaði um málið.

3) 253. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 14:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til miðvikudagsins 2. febrúar og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

4) 160. mál - afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 14:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 14:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:45