40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 09:20


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:20
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:20
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:20
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:20
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:40
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:20

Guðbrandur Einarsson og Jóhann Páll Jóhannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerðir 36.-39. fundar voru samþykktar.

2) 533. mál - fjármálafyrirtæki o.fl. Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Guðmund Kára Kárason, Gunnlaug Helgason, Hjörleif Gíslason og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir, dags. 8. apríl 2022, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 22. apríl 2022. Þá ákvað nefndin að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

3) 531. mál - skilameðferð lánastofna og verðbréfafyrirtækja o.fl. Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Guðmund Kára Kárason, Gunnlaug Helgason, Hjörleif Gíslason og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir, dags. 8. apríl 2022, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 22. apríl 2022. Þá ákvað nefndin að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) 532. mál - fjármálamarkaðir Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Guðmund Kára Kárason, Gunnlaug Helgason, Hjörleif Gíslason og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir, dags. 8. apríl 2022, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 22. apríl 2022. Þá ákvað nefndin að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) Beiðni um úrskurð forseta Kl. 11:30
Í samræmi við 5. mgr. 8. gr. laga um þingsköp Alþingis ákvað nefndin að óska eftir því að forseti Alþingis úrskurði um skilning eða framkvæmd starfsreglna fastanefnda. Það álitaefni sem nefndin ákvað að óska úrskurðar um er hvort ákvæði X. kafla starfsreglna fastanefnda Alþingis verði skýrð á þann hátt að minni hluti nefndar geti óskað eftir, að auk þess ráðherra sem fer með yfirstjórn þess málefnis sem til umfjöllunar er, verði einnig boðaðir aðrir tilgreindir ráðherrar.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30