9. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. nóvember 2013 kl. 08:53


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:53
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:53
Brynjar Níelsson (BN) fyrir PHB, kl. 08:53
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:53
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:58
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:48

JÞÓ var forfallaður vegna annarra þingstarfa.
ÁPÁ, GStein og RR voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:23
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar komu Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Ari Teitsson og Ragnar Birgisson frá Sambandi íslenskra sparisjóða og Reimar Pétursson, Jón Sigurðsson og Eiríkur Svavarsson frá Lögmannafélagi Íslands. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 4. mál - stimpilgjald Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar komu Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Ragna Pálsdóttir frá Íslandsbanka hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál Kl. 10:23
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:30