63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 13:01


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:01
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:01
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 14:55
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:01
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir RR, kl. 13:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 12:59
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:39
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:52
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:01

Árni Páll Árnason vék af fundi kl. 13:44.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 14:05.
Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 14:23.
Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 14:02.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:44
Nefndin samþykkti fundargerð 62. fundar.

2) 402. mál - vextir og verðtrygging Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Ásta Sigrún Helgadóttir og Hjörleifur Gíslason frá Umboðsmanni skuldara, Árni Jóhannsson og Sigþór Sigurðsson frá Samtökum iðnaðarsins, Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 13:44
Á fund nefndarinnar komu Anna Margrét Ólafsdóttir, Fjóla Agnarsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestinir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ákvað að Willum Þór Þórsson yrði framsögumaður málsins.
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði skriflegra umsagna um málið og að frestur til að skila umsögnum yrði til 10. apríl nk. Tillagan var samþykkt.

4) 179. mál - tollalög og vörugjald Kl. 13:41
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lagt til að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Tilkynnt var að Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Bjarnason mundu rita undir álitið skv. heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 15. mál - tekjuskattur Kl. 14:52
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lagt til að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Tilkynnt var að Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Bjarnason mundu rita undir álitið skv. heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 14:55
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 14:55