35. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 34. fundar samþykkt.

2) 383. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:35
Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Tómas Möller og Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Birgir Runólfsson og Oddur Ólafsson frá Íslandsbanka hf., Gísli Örn Kjartansson og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Áslaug Jósepsdóttir, Lúðvík Elíasson og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanka Íslands mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2014/104/ESB er varðar skaðabótareglur á sviði samkeppnismála Kl. 10:30
Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00