17. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 09:05


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:05
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:07
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:09

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 09:05
Óli Björn Kárason var kjörinn formaður nefndarinnar.

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson var kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar og Vilhjálmur Bjarnason 2. varaformaður.

Katrín Jakobsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Smári McCarthy studdu: „Við hörmum að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í takt við 14. gr. þingskapalaga en henni var breytt 2011 í takt við skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð í þinginu. Það er bagalegt að minnsti mögulegi meiri hluti á Alþingi gegni þannig öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum þingsins sökum þess að ekkert slíkt samkomulag náðist.“

3) Önnur mál Kl. 09:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:23