17. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:25
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyvind G. Gunnarsson lagaprófessor við Háskóla Íslands, Aðalstein Sigurðsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Matthildi Magnúsdóttur og Ragnheiði Guðnadóttur frá ríkisskattstjóra.

3) 243. mál - þjóðarsjóður Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

4) 341. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða Kl. 10:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 10:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 223. mál - neytendalán Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Sigrúnu Helgadóttur og Lovísu Ósk Þrastardóttur frá umboðsmanni skuldara.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50