19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 11:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 11:20

Brynjar Níelsson, Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Vilhjálmur Árnason og Willum Þór Þórsson viku af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 223. mál - neytendalán Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Laufeyju Jónsdóttur og Gunnar Gunnarsson frá Creditinfo (kl. 09:30), Breka Karlsson og Einar Bjarna Einarsson frá Neytendasamtökunum (kl. 10:00) og Önnu Mjöll Karlsdóttur og Sigurð Guðmundsson frá Fjármálaeftirlitinu (kl. 11:30).

2) 341. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Tinnu Finnbogadóttur, Elísabetu Júlíusdóttur og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Tinnu Finnbogadóttur, Elísabetu Júlíusdóttur og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Fundargerð Kl. 11:20
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

5) 370. mál - verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning Kl. 11:25
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

6) 381. mál - úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs Kl. 11:25
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Þorsteinn Víglundsson yrði framsögumaður þess.

7) 14. mál - starfsemi smálánafyrirtækja Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Mjöll Karlsdóttur og Sigurð Guðmundsson frá Fjármálaeftirlitinu.

8) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45