48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2020 kl. 09:40


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:40
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:40
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 10:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:40
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:40

Þorsteinn Víglundsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerðir 45. - 47. fundar voru samþykktar.

2) Nýsköpunarstefna fyrir Ísland Kl. 09:40
Nefndin fékk á sinn Guðmund Hafsteinsson og Þórlind Kjartansson til að kynna verkefni stýrihóps um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.

3) 27. mál - tekjuskattur Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) 341. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Meiri hluti nefndar skrifaði undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 450. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Meiri hluti nefndar skrifaði undir nefndarálit með breytingartillögu.

6) 569. mál - stimpilgjald Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

7) 594. mál - tekjuskattur Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

8) 448. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga Kl. 11:05
Nefndin ræddi málið.

9) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 11:05
Nefndin ræddi málið.

10) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10