49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) 607. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnart með fresti til 22. mars og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

3) 609. mál - tollalög Kl. 09:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnart með fresti til 22. mars og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

4) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Halldór Sævar Guðbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

5) 610. mál - samkeppnislög Kl. 09:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnart með fresti til 22. mars og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15