60. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 697. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Steinar Örn Steinarsson og Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 28. apríl 2021 og ákvað að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

3) 570. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið.

4) 584. mál - aðgerðir gegn markaðssvikum Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið.

5) 689. mál - breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hjörleif Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 28. apríl 2021 og ákvað að Þórarinn Ingi Pétursson yrði framsögumaður þess.

6) 700. mál - breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Björnsson og Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 28. apríl 2021 og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

7) 698. mál - breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 26. apríl 2021 og ákvað að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

8) 605. mál - brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Pálmadóttur frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.

9) 699. mál - verðbréfasjóðir Kl. 10:50
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 28. apríl 2021 og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

10) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50