16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 13., 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) 232. mál - styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur og Kristján Gunnarsson frá Skattinum, Aðalgeir Ásvaldsson, Björn Árnason, Sólveigu Andersen, Emil Helga Lárusson og Eyþór Má Halldórsson frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til athugasemda í umsögnum um málið, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 10:30
Nefndin fékk kynningu á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15