20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 10:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 10:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 10:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:00

Ágúst Bjarni Garðarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) 415. mál - upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Hlyn Ingason og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 433. mál - sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

5) 381. mál - fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi Kl. 11:20
Frestað.

6) 12. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Hrafn Arngrímsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi.

7) 326. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 11:50
Nefndin ákvað að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

8) 67. mál - neytendalán o.fl. Kl. 11:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 12. desember og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

9) 59. mál - fasteignalán til neytenda og nauðungarsala Kl. 11:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 12. desember og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

10) 63. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 12. desember og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

11) Önnur mál Kl. 12:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir ítrekaði fyrri beiðni sína um opinn fund með Seðlabanka Íslands vegna vaxtahækkanna.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Við förum fram á að Efnahags- og viðskiptanefnd kalli forsætisráðherra, fjármálaráðherra, fulltrúa Seðlabankans, auk hagaðila eins og fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúa heimilanna og leigjenda, á opinn fund til að ræða áhrif verðbólgunnar og aðgerða til að sporna við henni á hagkerfið og heimilin.
Það er rík ástæða til að fara yfir vaxtahækkanir undanfarinna vikna og mánaða og áhrif þeirra á heimili og fyrirtæki í landinu, auk þeirra áhrifa sem þær, og ekki þá síst sú síðasta, hafa á kjaraviðræður. Í ljósi skarpra vaxtahækkana að undanförnu hefur sjaldan verið meiri ástæða fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að eiga samtal við þessa aðila um stöðu og horfur í efnahagsmálum.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00