36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 09:30


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:35
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:35
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:35
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:35
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:35
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:35
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:35
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:35

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Frestað.

2) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigdísi Häsler og Sverri Fal Björnsson frá Bændasamtökum Íslands.

3) 328. mál - peningamarkaðssjóðir Kl. 10:08
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum yfir því að Seðlabankinn telji sér ekki fært að koma fyrir Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr en eftir 10. febrúar. Það er réttur kjörinna fulltrúa að kalla eftir upplýsingum og skýringum vegna aðgerða embætta og stofnanna ríkisins og nú er svo sannarlega full ástæða til.

Næsti vaxtaákvörðunardagur nálgast óðfluga og því full ástæða fyrir kjörna fulltrúa að ná samtali við Seðlabankann áður en næsta breyting skellur á heimilum og fyrirtækjum landsins, ekki síst ef hún reynist verða til hækkunar.

Við þetta má bæta að ég hef ítrekað farið fram á fund með Seðlabankanum vegna aukinna álaga af hans völdum á heimili og fyrirtæki, allt frá því í maí í fyrra. Þessi beiðni var samþykkt og studd af minnihluta nefndarinnar þann 25. nóvember sl. Þótt þessi langi aðdragandi sé ekki á ábyrgð Seðlabankans þá breytir það ekki þeirri staðreynd að fundur Seðlabanka með efnahags- og viðskiptanefnd er löngu tímabær og þarf að eiga sér stað sem fyrst. Sem kjörinn fulltrúi fer ég því fram á að Seðlabankinn finni tíma sem allra fyrst til að hitta kjörna fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15