60. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 15:05


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 15:05
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 15:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:05

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll vegna veikinda.
Kristrún Frostadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Frestað.

2) 980. mál - rafrænar skuldaviðurkenningar Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ínu Bzowska Grétarsdóttur frá Persónuvernd, Unni Helgu Óttarsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Jónu Björk Guðnadóttur og Magnús Fannar Sigurhansson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

ÁKveðið var að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem bárust nefndinni um málið.

3) 981. mál - endurskoðendur og endurskoðun o.fl. Kl. 15:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiparáði Íslands.

4) 114. mál - virðisaukaskattur Kl. 15:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 10 daga umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 16:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:08