22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. desember 2023 kl. 10:00


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 10:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 10:09
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir (GÓÓ), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:00

Ágúst Bjarni Garðarsson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað og vék af fundi kl. 11:36.

Guðbrandur Einarsson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað og vék af fundi kl. 10:40.

Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi kl. 11:38.

Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 11:49.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) 507. mál - kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhönnu Guðmundsdóttur, Ragnheiði Björnsdóttur og Ævar Ísberg frá Skattinum.

Þá fékk nefndin á sinn fund Jón Gunnar Jónsson og Hörpu Þuríði Böðvarsdóttur frá Samgöngustofu.

Jafnframt mættu á fund nefndarinnar Benedikt S. Benediktsson og María Jóna Magnúsdóttir frá Samtökum verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandinu og Margrét Arnheiður Jónsdóttir og Herbert Arnarson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Næst mættu á fund nefndarinnar Gunnar Valur Sveinsson, Hendrik Berndsen, Þorsteinn Þorgeirsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þar á eftir komu á fund nefndarinnar Runólfur Ólafsson og Björn Kristjánsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda.

Loks mættu á fund nefndarinnar Benedikt Helgason og Benedikt Lár Steinarsson frá Go Campers.

3) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57