33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 30. janúar 2024 kl. 09:20


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:20
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:25
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:20
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:25
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:20

Ágúst Bjarni Garðarsson og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll.

Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætti á fundinn kl. 09:40, fram að því tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerðir 31. og 32. fundar voru samþykktar.

2) 616. mál - staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl. Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með eins vikna umsagnafresti og ákvað að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 09:52
Oddný G. Harðardóttir, framsögumaður nefndarinnar í 3. máli - réttlát græn umskipti, óskaði eftir að málið yrði tekið á dagskrá.

Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55