58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 30. apríl 2024 kl. 09:35


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:35
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:35
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:35

Jóhann Friðrik Friðriksson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir voru fjarverandi.

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir frá 55., 56. og 57. fundi voru samþykktar.

2) 916. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:36
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

3) 880. mál - skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

4) 913. mál - brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar Kl. 09:56
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

5) 915. mál - breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

6) 914. mál - innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni Kl. 10:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

7) 927. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. Kl. 10:44
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Teitur Björn Einarsson verði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 10:47
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50