38. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Álagning fasteignagjalda á hesthús. Kl. 09:00
Á fundinn komu Hjördís Stefánsdóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti, Karl Björnsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristbjörg Stephensen og Helga B. Laxdal frá Reykjavíkurborg og Haraldur Þórarinsson, Arnór Halldórsson og Gunnar Sturluson frá Landssambandi hestamannafélaga.

Í upphafi gerðu fulltrúar Reykjavíkurborgar grein fyrir erindi borgarinnar til nefndarinnar og að því búnu lýstu aðrir gestir viðhorfum sínum til málsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fundinum afhentu fulltrúar Landssambands hestamannafélaga minnisblað sem ber heitið Minnispunktar um l. 4/1995 og stjórnarskrána, dags. 13. feb. 2012 ásamt tillögu að breytingu á 3. mgr. 3. gr. umræddra laga.

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga afhentu á fundinum yfirlit yfir álagningu fasteignaskatts á hesthús 2012, dags. 7. feb. 2012.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu minnisblað borgarlögmanns til borgarráðs, dags. 8. feb. 2012.

2) Eldsneytisverð. Kl. 09:40
Á fundinn kom Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.
Fundarbeiðandi, GÞÞ, gerði í upphafi grein fyrir tilefni fundarins en að því búnu fékk gesturinn orðið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:05
Á fundinn kom Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Enginn fulltrúi mætti frá Lögmannafélagi Íslands, Félagi fasteignasala og Félagi löggiltra endurskoðenda eins og óskað hafði verið eftir.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:15 til 10:30.

Frá kl. 10:30 til 10:55 sátu fundinn Gísli Örn Kjartansson frá Fjármálaeftirlitinu, Ólafur Þór Hauksson frá Sérstökum saksóknara, Óskar Þórmundsson og Hildur Georgsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Tryggvi Axelsson og Leó Kolbeinsson frá Neytendastofu og Helga Óskarsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 10:55
Frá kl. 10:55 til 11:25 sat fundinn Ásgeir Jónsson sem er höfundur að áliti um þýðingu beinnar erlendrar fjárfestingar fyrir Ísland sem fylgir frumvarpinu. Gesturinn gerði stuttlega grein fyrir álitinu og svaraði að því búnu spurningum nefndarmanna.

Frá kl. 11:25 til 11:59 sátu fundinn Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Þórður H. Hilmarsson frá Íslandsstofu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
ÞrB boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
HHj boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
MOSch og BJJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:59