64. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 13:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir ÞrB, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir TÞH, kl. 13:05
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 13:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:05

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 13:05
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að umsögn til atvinnuveganefndar og lagði til að hún yrði samþykkt.
Meiri hlutinn (HHj, LRM, ÁÞS, MOSch, SkH) stendur að álitinu en öðrum nefndarmönnum var gefinn frestur fram á mánudag til þess að vera með.
Einstakir nefndarmenn áskyldu sér rétt til breytinga á orðalagi og til að hnykkja frekar á afstöðu sinni.

2) Önnur mál. Kl. 13:20
Einstakir nefndarmenn óskuðu eftir umræðu um hvað liði samstarfi til að hraða úrvinnslu gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar sl.

Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
BÁ sat fundinn fyrir TÞH.

Fundi slitið kl. 13:20