67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 704. mál - neytendalán Kl. 10:00
- kl. 10:00 til 11:00 á fundinn mættu Gísli Örn Kjartansson lögfræðingur frá Fjármálaeftirlitinu, Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur frá Neytendasamtökunum, Þórunn Anna Árnadóttir sviðstjóri frá Neytendastofu og Oddur Ólafsson lögfræðingur frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þau skipuðu nefndina sem samdi frumvarpsdrögin. Fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis var einnig boðaður á fundinn en mætti ekki. Þau fóru yfir helstu sjónarmið sem fram koma í frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna um efnið.

2) 733. mál - ökutækjatrygging Kl. 11:00
-kl. 11:00-11:30 á fundinn komu Marta Jónsdóttir lögfræðingur frá Umferðarstofu, Björn Þór Rögnvaldsson lögfræðingur og Magnús Guðmundsson deildarstjóri frá Vinnueftirlitinu, Vigdís Halldórsdóttir lögfræðingur, Páll G Þórhallsson lögfræðingur frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Jónas Guðmundsson sýslumaður á Bolungarvík. Þau fóru yfir sínar athugasemdir við frumvarpið og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 11:35
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB og (SkH) voru fjarverandi.

Ritari: Gautur Sturluson

Fundi slitið kl. 11:35