86. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. september 2012 kl. 13:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 778. mál - framtíðarskipan fjármálakerfisins Kl. 13:00
Á fundinn komu eftirtaldir gestir til að ræða skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins.
- Frá kl. 13:00 til 14:20 - Már Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanka Íslands og Hannes Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins.
- Frá kl. 14:10 til 15:15 - Jakob Ásmundsson og Pétur Einarsson frá Straumi, Heiðar Már Guðjónsson frá Ursus og Elín Alma Arthúrsdóttir og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Straums afhentu á fundinum minnisblað, dags. 7. sept. 2012, sem ber heitið "tillaga að lagabreytingum sem fela í sér aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka".



2) Önnur mál. Kl. 15:15
GÞÞ ítrekaði beiðni sína um aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum sem varða ríkisaðstoð til Sjóvár og enn fremur aðgang að gögnum sem varða Byr og Spkef.

Fundargerðir 71 til 85 höfðu fyrir fundinn verið sendar nefndarmönnum á tölvupósti. Engar athugasemdir voru gerðar.

Fleira var ekki rætt.
MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn í upphafi.
ÁI sat fundinn í stað LRM sem boðaði forföll.
BJJ, ÞrB og LMós voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:15