16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 09:35


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:35
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:30
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:35
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:35
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:35
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00

MT, MSch og EyH voru fjarverandi á fundinum.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 09:35
Á fundinn komu Ingvar Rögnvaldsson og Jón Á. Tryggvason. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarinnar varðandi skattlagningu hugverkaréttinda.

2) Svört atvinnustarfsemi og skattundanskot. Kl. 10:00
Á fundinn komu Aðalsteinn Hákonarson og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra, Snorri Olsen og Edda Símonardóttir frá tollstjóra, Halldór Grönvold frá ASÍ, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneytinu, Bryndís Kristjánsdóttir frá skattrannsóknarstjóra, Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneytinu og Baldur Aðalsteinsson frá Vinnumálastofnun.

Fundarbeiðandi: SkH
Umræðan sem fram fór á fundinum stendur í tengslum við tillögu til þingsályktunar (mál nr. 51) sem fundarbeiðandi er fyrsti flutningsmaður að.

Fulltrúi ASÍ afhenti á fundinum ályktun 40. þings ASÍ um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð.

3) Önnur mál. Kl. 11:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:00