57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:40
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:40
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Skattlagning hugverkaréttinda. Kl. 09:05
Á fundinn komu:
- Frá kl. 9:05 til 9:35 - Jakob Fr. Magnússon, Guðrún Björk Bjarnadóttir og Einar H. Einarsson frá STEF.
- Frá kl. 9:35 til 10:00 - Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningamálaráðuneyti ásamt Gunnari Guðmundssyni (SFH) Erlu S. Árnadóttur (SKL) og Guðrúnu Björk Bjarnadóttur fulltrúum í höfundaréttarnefnd.

Ræddar voru á fundinum hugmyndir um skattlagningu höfundaréttartekna sem fjármagnstekna í stað launatekna.

Dreift var á fundinum eftirtöldum gögnum:
- Minnisblaði tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 17. mars 2009 varðandi skattlagningu höfundarréttindatekna.
- Minnisblaði tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 5. júlí 2011 varðandi listamenn og ýmis skattamál.
- Umsögn STEF frá 17. desember 2012 varðandi skattlagningu endurgjalds til höfunda og rétthafa fyrir hvers konar hugverk o.fl.
- Umsögn STEF frá 6. nóvember 2012 varðandi skattlagningu endurgjalds til höfunda og rétthafa fyrir hvers konar hugverk o.fl.

2) Fjármálaþjónusta á krossgötum? Kl. 10:10
Á fundinn komu Páll Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá Samkeppniseftirlitinu til að kynna skýrslu eftirlitsins nr. 1/2013 "Fjármálaþjónusta á krossgötum". Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
Fundarbeiðandi EyH.

3) Afdráttarskattur. Kl. 11:15
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ingvar J. Rögnvaldsson, Elín Alma Arthúrsdóttir og Lóa Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra.
Rætt var um 4. og 10. gr. frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að felldar yrðu brott við þinglega meðferð, sbr. lög nr. 146/2012. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Málið var síðast rætt undir 3. dagskrárlið 42. fundar nefndarinnar.

4) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:35
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Formaður óskaði eftir að nefndarmenn kæmu á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu.

5) 619. mál - vörugjald og tollalög Kl. 11:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

6) 608. mál - tollalög o.fl. Kl. 11:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

7) 571. mál - úrvinnslugjald Kl. 11:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

8) Önnur mál. Kl. 11:50
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á því að til stæði að fjalla um mál nr. 220 (neytendalán) á næsta fundi enda þótt málinu hefði ekki verið vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu þar sem atkvæðagreiðslum var ekki lokið. Engar athugasemdir voru gerðar við það af hálfu nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:50