64. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. mars 2013 kl. 19:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:10
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 19:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:10
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:10
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 220. mál - neytendalán Kl. 21:10
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 288. mál - opinber innkaup Kl. 19:10
A fundinn komu Haraldur Steinþórsson og Guðrún Ögmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og María Heimsdóttir og ... frá Landspítalanum. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi afmarkaða þætti frumvarpsins og lög nr. 56/2011.

Fulltrúar ráðuneytis kynntu einnig breytingar sem ráðuneytið leggur til við nefndina að gerðar verði á frumvarpinu.

3) Afdráttarskattur. Kl. 19:25
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Ingvar Rögnvaldsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Elín Alma Arthúrsdóttir og Lóa Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra, Guðjón Rúnarsson, Stefán Pétursson (Arion banki), Ingvar Örn Pétursson (Íslandsbanki) og ... frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Geir Arnar Marelsson og Rafnar Lárusson frá Landsvirkjun.


Rætt var um 4. og 10. gr. frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að felldar yrðu brott við þinglega meðferð, sbr. lög nr. 146/2012. Fulltrúar ráðuneytisins fóru yfir tillögur að lagabreytingum sem kynntar voru á síðasta fundi nefndarinnar og að því búnu fengu aðrir gestir tækifæri til þess að lýsa viðhorfum sínum til þeirra. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.


Í lok umfjöllunar samþykkti nefndin að flytja frumvarp í samræmi við þær tillögur sem kynntar voru á fundinum.

Málið var síðast rætt undir 6. dagskrárlið á síðasta fundi nefndarinnar.

4) Önnur mál. Kl. 19:50
Á fundinn komu Arnar Guðmundsson og Hafdís Ólafsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Már Guðmundsson og Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands.

Á fundinum voru ræddar tillögur að lagabreytingum á sviði laga um gjaldeyrismál. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundur boðaður í nefndinni í fyrramálið.

Fundi slitið kl. 21:15