13. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. nóvember 2013 kl. 09:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:59
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:25
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir LínS, kl. 08:54
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:16
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:02

WÞÞ vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 10:41
PHB vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 10:56
VilB vék af fundi kl. 11:42.
GStein, RR og JÞÓ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Fundargerðir 11. og 12. funda voru samþykktar.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Símon Þór Jónsson frá Deloitte ehf., Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands. Gestirnir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 11:13
Á fund nefndarinnar komu Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda, Jórunn Pála Jónasdóttir frá Mannréttindaskrifstofa Íslands, María Rut Kristinsdóttir, Vigfús Rúnarsson og Jóna A. Pálmadóttir frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og Hjalti Rúnar Ómarsson frá Vantrú. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:47