69. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. maí 2014 kl. 08:35


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:35
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:59
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir ÁPÁ, kl. 08:39
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir SJS, kl. 08:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:35

Guðmundur Steingrímsson, Jón Þór Ólafsson og Líneik Anna Sævardóttir voru fjarverandi.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Pétur H. Blöndal kom sein til fundarins vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Kristjánsson, Snædís Ögn Flosadóttir og Þorsteinn Valdimarsson frá Arion banka hf., Sara Fuxén og Steinunn Þorsteinsdóttir frá Íslandsbanka, Arinbjörn Ólafsson frá Landsbankanum, Ingvi Örn Kristinsson og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Kristinn Bjarnason frá Bandlagi starfsmanna ríkis og bæja, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Hjörleifur Gíslason og Ljósbrá Logadóttir frá Umboðsmanni skuldara, Ásgeir Westergren og Einar Bjarki Gunnarsson frá Reykjavíkurborg og Arnaldur Loftsson og Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Kristjánsson, Snædís Ögn Flosadóttir og Þorsteinn Valdimarsson frá Arion banka hf., Sara Fuxén og Steinunn Þorsteinsdóttir frá Íslandsbanka, Arinbjörn Ólafsson frá Landsbankanum, Ingvi Örn Kristinsson og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Kristinn Bjarnason frá Bandlagi starfsmanna ríkis og bæja, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Hjörleifur Gíslason og Ljósbrá Logadóttir frá Umboðsmanni skuldara, Ásgeir Westergren og Einar Bjarki Gunnarsson frá Reykjavíkurborg og Arnaldur Loftsson og Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 524. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:26
Lögð var fram tillaga um að nefndin óskaði skriflegra umsagna um málið og að frestur til að senda inn umsagnir yrði til og með 7. maí nk. Tillagan var samþykkt.
Ákveðið var að Pétur H. Blöndal yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:28
Nefndin ræddi stuttlega um mögulega dagskrá næstu funda.

Fundi slitið kl. 10:29