27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. desember 2014 kl. 08:08


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:08
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:22
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:08
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:28
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:08
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:29
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:08
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:08

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:08
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 363. mál - yfirskattanefnd o.fl. Kl. 08:10
Á fund nefndarinnar kom Ólafur Ólafsson frá yfirskattanefnd. Ólafur kynnti afstöðu til hugmynda um breytingar á þingmálinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 390. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 08:31
Á fund nefndarinnar kom Gunnar H. Hall frá ríkisreikningsnefnd. Gunnar kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Málefni sparisjóða. Kl. 08:58
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Orrason og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Ragnar Birgisson og Ólafur Guðgeirsson frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Ólafur Jónsson frá AFL sparisjóði og Höskuldur Ólafsson og Stefán Pétursson frá Arion banka hf. Gestirnir kynntu nefndinni stöðu sparisjóða og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:06
Nefndin ræddi málið.

6) 390. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:11
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið og lagt til að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Péturs H. Blöndal, Willum Þórs Þórssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Unnar Brár Konráðsdóttur og Vilhjálms Bjarnasonar.

7) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 10:14
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin ræddi hugmyndir um dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:25