80. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. júní 2015 kl. 19:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 19:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 19:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 19:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 19:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 19:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 19:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 19:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 19:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 19:00

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 19:00
á fund nefndarinnar mættu Sigríður Benediktsdóttir og Örn Hauksson frá Seðlbanka Íslands og röktu sjónarmið bankans í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 786. mál - stöðugleikaskattur Kl. 19:30
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og fóru yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 787. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 19:30
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og fóru yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 20:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið frá nefndinni með nefndaráliti. Allir viðstaddir styðja afgreiðslu málsins og skrifa undir nefndarálit. Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið þetta skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 20:30


Fundi slitið kl. 20:30