68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. júní 2016 kl. 09:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:10

Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 631. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu annars vegar Kristján Loftsson og hins vegar Magnús Harðarson og Magnús K. Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands. Gestir kynntu nefndinni athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 396. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 10:05
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti og ákvað að skoða nokkra þætti nánar.

4) 589. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:35
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndarálitinu. Að nefndaráliti standa Willum Þór Þórsson framsögumaður, Frosti Sigurjónsson formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigríður Á Andersen, Brynjar Níelsson, Vilhjálmur Bjarnason og Katrín Jakobsdóttir.

5) 456. mál - ársreikningar Kl. 11:05
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Að nefndaráliti standa Willum Þór Þórsson framsögumaður, Frosti Sigurjónsson formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigríður Á Andersen, Brynjar Níelsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Bjarnadóttir og Katrín Jakobsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30