39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 09:04


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 09:04
Bessí Jóhannsdóttir (BessíJ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:04
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:04
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:17
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:04

Lilja Alfreðsdóttir boðaði seinkun. Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 38. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) Tilskipun nr. 2014/51/EB sem breytir öðrum gerðum er varða evrópskar eftirlitsstofnanir Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 400. mál - vátryggingasamstæður Kl. 09:13
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður málsins.

4) 312. mál - endurskoðendur Kl. 09:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

5) 387. mál - brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands Kl. 09:16
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

6) 386. mál - skortsala og skuldatryggingar Kl. 09:18
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins.

7) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 09:19
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

8) 401. mál - lánshæfismatsfyrirtæki Kl. 09:21
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Lilja Alfreðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

9) 410. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 09:22
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl. Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

10) Sala á hlut í Arion banka hf. Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar kom Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður.

Ákveðið var að óska eftir tilteknum gögnum varðandi málið frá Seðlabanka Íslands.

11) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 10:11
Liðnum var frestað.

12) 216. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 10:12
Liðnum var frestað.

13) 217. mál - evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði Kl. 10:13
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn utan Katrínar Jakobsdóttur og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur sem boðuðu að þær mundu skila séráliti.

14) 237. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 10:18
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir með fyrirvara.

15) Vátryggingastarfsemi (birting í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins) Kl. 10:30
Rætt var um málið.

16) Vinna efnahags- og viðskiptanefndar vegna tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun Kl. 10:40
Rætt var um málið.

17) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12