47. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. maí 2017 kl. 09:31


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:31
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:33
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:31
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:31
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:31
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:29
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:34
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:31

Lilja Dögg Alfreðsdóttir boðaði seinkun. Smári McCarthy vék af fundi kl. 10:20. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar kom Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Ákveðið var að óska eftir tilgreindum upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

3) 400. mál - vátryggingasamstæður Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar kom Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Framseld reglugerð (ESB) 2015/61 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um lausafjárþekju lánastofnana Kl. 10:25
Nefndin afgreiddi umsögn um málið til utanríkismálanefndar með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn stóðu að umsögninni.

5) 387. mál - brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands Kl. 10:27
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn stóðu að nefndaráliti.

6) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 10:30
Rætt var um málið.

7) 111. mál - viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum Kl. 10:31
Rætt var um málið.

8) Önnur mál Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48