36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 423. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur og Ingvar J. Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra.

3) 13. mál - rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

4) 424. mál - brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið.

5) 135. mál - upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs Kl. 09:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.
Óli Björn Kárason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Oddný G. Harðardóttir skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

6) 388. mál - Viðlagatrygging Íslands Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00