21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2018
kl. 09:10
Mættir:
Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:25
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson var fjarverandi.
Nefndarritari: Steindór Dan Jensen
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.
2) 52. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.
3) 183. mál - náttúruhamfaratrygging Íslands Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Ásgerður Kristín Gylfadóttir yrði framsögumaður þess.
4) 314. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ragnar Árna Sigurðarson og Ómar Þór Eyjólfsson frá Seðlabanka Íslands, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jónínu B. Jónasdóttur frá ríkisskattstjóra, Helgu Rut Eysteinsdóttur og Björk Sigurgísladóttur frá Fjármálaeftirlitinu, Vigdísi Halldórsdóttur, Aldísi Bjarnadóttur og Hörð Guðmundsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Jón Gunnar Ólafsson og Gísla Kristjánsson frá Monerium EMI ehf.
5) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:05