24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Þorsteinn Víglundsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Birgitta Kristjánsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 302. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eddu Símonardóttur frá tollstjóra og Ingvar J. Rögnvaldsson, Elínu Ölmu Arthursdóttur og Jón Ásgeir Tryggvason frá ríkisskattstjóra.

3) 301. mál - tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingvar J. Rögnvaldsson, Elínu Ölmu Arthursdóttur og Jón Ásgeir Tryggvason frá ríkisskattstjóra, Bergþóru Halldórsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Sigríði Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og Gunnar Dofra Ólafsson og Ísak Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50