64. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. maí 2019
kl. 09:00
Mættir:
Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:00Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.
Nefndarritari: Steindór Dan Jensen
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 62. og 63. fundar voru samþykktar.
2) 434. mál - Þjóðarsjóður Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið.
3) Breyting á lögum um verðbréfaviðskipti (Prospectus) Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti.
4) 785. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Löve frá SÍBS.
5) 794. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Aldísi Bjarnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
6) 796. mál - almenn hegningarlög o.fl. Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Theodóru Emilsdóttur og Ólaf Guðmundsson frá Skattrannsóknastjóra.
7) 762. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
8) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gylfa Zoëga prófessor. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 9.
9) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gylfa Zoëga prófessor. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 8.
10) 634. mál - rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.
11) 826. mál - sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.
12) 891. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með sex daga umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.
13) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:00