24. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 13:08


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:08
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:08
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 13:08
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:08
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:18
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:44
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:08

Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:32.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 13:08
Til fundarins kom Reynir Árnason frá Póstmarkaðinum ehf. Hann fór yfir og útskýrði athugasemdir sínar við skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um Íslandspóst ohf. og svaraði spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
Kl. 14:16. Páll Gunnar Pálsson og Ólafur Freyr Þorsteinsson frá Samkeppniseftirlitinu. Hrafnkell Gíslason, Björn Geirsson, Ólafur Þórðarson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun.
Fjallað var um athugasemdir Póstmarkaðarins ehf. við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. og umsagnir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um athugasemdirnar. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.

2) Önnur mál Kl. 15:22
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:23
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:24