28. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 09:07


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:07
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:07
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:07
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:59
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:11
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:07
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:07
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:07

Páll Magnússon var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:39 og kom til baka 11:24.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018 Kl. 09:07
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Kjartan D. Baldursson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum um efni þess.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 10:08
Til fundarins komu Jón Gunnar Vilhelmsson og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 10:58. Guðbjörg Sigurðardóttir og Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Farið var yfir ýmis mál sem fram koma í úttekt Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Einnig svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 364. mál - fjáraukalög 2019 Kl. 11:39
Farið var yfir stöðu málsins en gert er ráð fyrir að afgreiða það úr nefndinni til annarrar umræðu föstudaginn 6. desember nk.

4) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:43
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:44