18. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2022 kl. 09:04


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:25
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:04
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:14
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:13
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:04

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi. Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi kl. 11:17, Vilhjálmur Árnason kl. 11:23 og Þórarinn Ingi Pétursson kl. 11:25, allir til að fara á fundi á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:04
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Hlynur Hreinsson, Hilda Hrund Cortez, Kristinn Bjarnason og Marta Skúladóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau svöruðu spurningum um efni fjárlagafrumvarpsins.
Kl. 10:30. Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Dagný Brynjólfsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau svöruðu spurningum nefndarmanna úr þeim hluta frumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins.

2) Önnur mál Kl. 11:51
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um tiltekinn þátt í fjármögnun hjúkrunarheimila. Þá var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um varaflugvelli. Einnig var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um kosti þess og galla að horfa með öðrum hætti til hagsveiflunnar við fjárlagagerð en nú er gert og kosti þess og galla að miða einungis við langtíma vaxtaþróun í fjármálaáætlun og í fjárlögum. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:52
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:53