37. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 09:33


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:33
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:33
Hermann Jónsson Bragason (HJB), kl. 09:33
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:33
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:33
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 327. mál - staðfesting ríkisreiknings 2021 Kl. 09:33
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
Málið var afgreitt úr nefndinni með atkvæðum allra viðstaddra. Meiri hlutinn stendur að nefndaráliti meiri hluta en hann skipa HarB, VilÁ, BHar, ÁBG og SVS. BJG ritar undir nefndarálitið í samræmi við 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 29. gr. þingskapa. DagH mun leggja fram nefndarálit minni hluta.

2) Fjárhagsmálefni Landhelgisgæslunnar Kl. 09:38
Til fundarins komu Árni Sverrisson frá félagi skipstjórnarmanna, Jón Þór Þorvaldsson, Jóhannes Jóhannesson og Sonja Bjarnadóttir frá félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Hólmar Logi Sigmundsson og Viggó M. Sigurðsson frá Landhelgisgæslunni.
Kl. 10:38. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum og Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rætt var um fjárhagsmálefni Landhelgisgæslunnar og hlutverk og verkefni flugvélarinnar TF-SIF.

3) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:06
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:07